Loftræstikerfi og ryksugukerfi

Af hverju loftræstikerfi í íbúðarhús?

Af hverju myndast mygla í húsum?

Mygla myndast þar sem er of mikill raki og skortur á loftun eða öndun. Þegar að hús leka er þakleki algeng orsök en slíka leka getur verið erfitt að átta sig á. Með því að framkvæma loftþéttleikapróf í húsinu á byggingartíma má kanna hvort húsið sé þétt og hvort hætta sé á leka. Mikilvægt er að gera þetta á byggingartíma þegar auðvelt er að bæta og þétta húsin.

Til að fá góða loftun í alveg þétt hús, er kostur að hafa loftræstikerfi sem tryggir loftgæðin í húsinu. Öndun í húsum eða loftflæði verður að vera gott í húsum annars er hætta á myglusvepp.

Raka í innilofti má minnka með loftræsingu. Ef loftskipti eru ónóg eykst vatnsgufa í innilofti og rakaþétting eykst. Ef hlýtt loft kemst ekki að hornum, veggjum og gluggum, t.d. þegar kalt er úti, þá eykst hættan á mygluvexti.

Þeir sem búa í húsnæði með raka og myglu eru í meiri hættu en aðrir að fá sjúkdómseinkenni og sýkingar í öndunarvegi, ofnæmiskvef og astma. Fólk er misviðkvæmt fyrir myglu og sumir hópar eru sérlega viðkvæmir. Sérstaklega þarf að halda raka og myglu frá börnum, eldra fólki, fólki með astma, exem og ofnæmi eða bælt ónæmiskerfi.

Rannsóknir sýna að þeir sem búa í vel einangruðum húsum og vel loftræstum leita síður til læknis og leggjast síður inn á sjúkrahús vegna kvilla í öndunarfærum en þeir sem búa í röku húsnæði.

Umhverfisstofnun hefur gefið út bækling um Inniloft, raka og myglu í híbýlum þar sem m.a er farið yfir mikilvægi þess að loftræsta hús.

Loftræstikerfi með hitaendurvinnslu fylgja með húsum frá Hoffelli.

 

Parhús