Aukinn byggingarhraði og minni sóun
Burðarvirki
Burðarvirki húsanna er timbur og er byggingarkerfið vinsælt í Skandinavíu. Byggingaraðferðin er hentug, eykur byggingarhraða og kemur í veg fyrir sóun á efni. Húsin standast allar kröfur um styrk og þol skv. stöðlum og byggingarreglugerð. Burðarvirki húsanna er hannað í Noregi, í samstarfi við hönnuði á Íslandi.
Klæðning
Møre-Royal timburklæðning
Flest húsin eru að hluta timburklædd, bæði málað timbur eða sérstaklega meðhöndlað timbur, með lágmarks viðhaldi. Áhugaverður kostur eru Møre-Royal timburklæðningar, þar sem viðurinn er tvímeðhöndlaður. Meðhöndlunin gerir viðinn sterkan, bætir eiginleika hans og heldur honum viðhaldsfríum í 15-20 ár. Ekki er þörf að bera á viðinn en allur viður breytir á endanum um áferð með tímanum vegna veðrunar. Einfalt er að viðhalda lit og áferð á Møre-Royal timburklæðningu með því að bera á viðinn eftir 6-10 ár.
Sjá nánar yfirlit yfir mögulega liti og gerðir í Møre-Royal klæðningum.
Kebony
Kebony er sérstaklega meðhöndluð furuklæðning sem mælt er með af leiðandi arkitektum. Kebony er sterkt og varanlegt efni og þarf lítið viðhald, aðeins reglulega hreinsun. Kebony hefur sýnt góða eiginleika fyrir margs konar aðstæður og er mikið notað sem yfirborð á verönd og klæðningar húsa.
Kebony kemur brúnt á lit og er fáanlegt í tveimur mismunandi áferðum – Clear (án kvista) og Character (með kvistum). Kebony fær, eins og annar ómeðhöndlaður viður, náttúrulega silfurgráa áferð með veðrun. Kebony heldur eiginleikum sínum en útlitið verður fallegra með tímanum. Sjá nánar á www.kebony.no.
Cembrit plötur
Cembrit plötur eru einstaklega þunnar og léttar trefjasementsplötur. Cembrit plötur eru viðhaldsfríar og þola vel flestar veðuraðstæður og álag. Eiginleikar Cembrit platna gefur arkitektum og hönnuðum mikla möguleika í hönnun klæðninga bæði innandyra og utan. Sjá nánar um Cembrit plötur á heimasíðu þeirra www.cembrit.no.